Saturday, July 28, 2012

Leiðin liggur um Laugardalinn og Grasagarðinn ekki bara vegna hreyfingu heldur líka til að njóta. 
Á dögum sem þessum (28 júlí 2012) skartar Laugardalurinn sínu fegursta og til fróðleiks þá má geta að   
Sigurður Guðmundsson, listmálari  kom fram með þá hugmynd, að gera Laugardalinn að íþrótta- og  útivistarsvæði fyrir höfuðborgarbúa. Hann áleit dalinn mjög vel fallinn til skógræktar og ræktunar skrautblóma og sá fyrir sér fólk í skemmtigöngum og hvíldarstaði í fallegum rjóðrum. Hann var kjörinn í byggingarnefnd borgarinnar árið 1869. Hugmyndir hans lágu í þagnargildi til ársins 1943, þegar borgarráð samþykkti að hrinda þeim í framkvæmd. Mýrin í dalnum var ræst fram árið 1946. Eiríkur Hjartarson, rafvirki, hafði byggt sér einbýlishús í dalnum árið 1929 og nefnt það Laugardalur, sem varð síðan nafnið á dalnum. Hann var ákafur skógræktarmaður og gróðursetti fjölda trjáa vestan núverandi legu grasagarðsins. Þar eru mörg hæstu trjáa borgarinnar nú. Borgin keypti lundinn árið 1955 og miklu hefur verið aukið við hann síðan.
  


Móðir Jörð eftir Ásmund Sveinsson .


Bláklukka

Bláklukka Hvít.

Vallhumall




Blákolla/ Prunella Vulgaris / Lamiaceae / Varablómaætt .

















 Nálapúði  /Azorella trifurcata / Apiaceae / Sveipjurtaætt. 




Eyrarós / Chamerion latifolium ..

                        

Thursday, July 12, 2012

Leiðin liggur um Öskjuhlíð sem er hlekkur í keðju opinna svæða, sem tengjast allt frá Tjörninni um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, Elliðaárdal og upp í Heiðmörk.  Þar er að finna fjölbreytta jarðsögu seinni hluta ísaldar. Öskjuhlíð var eyja við hærri sjávarstöðu fyrir u.þ.b. tíuþúsund árum.  Þess sjást merki í 43 m hæð yfir sjó í hlíðum Öskjuhlíðar, þveginn jökulruðningur og lábarðir hnullungar.  Berggrunnur Öskjuhlíðar er hið svokallaða Reykjavíkurgrágrýti, allt að 70 m þykkt, sem varð til í eldgosum á Mosfellsheiði síðla á ísöld. Jöklar gengu yfir það og merki þeirra eru víða skýr, s.s. undir Fossvogslögunum.












 Efst á Öskjuhlíð, þar sem Perlan er, var þjóðhátíðarsvæðið, sem notað var, þegar Íslendingar fögnuðu 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874.  Fleiri gamlar rústir er að finna í hlíðinni, en ekki hefur verið hægt að bera kennsl á þær allar.  Hafnargerðin á árunum 1913-18 krafðist mikils efnis og merkin um grjótnámið í Öskjuhlíð sjást glöggt.  Þaðan voru lögð spor vestur yfir Melana að Örfiriseyjargranda og um Norðurmýri að Battarísgarðinum.  Hliðarspor lá frá Skólavörðuholti, þar sem var malarnám.  Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar var grjótnáminu haldið áfram fyrir bandamenn til ýmissa mannvirkja.  Önnur eimreiðanna, sem voru notaðar við hafnargerðina er í eigu og umsjá Reykjavíkurhafnar en hin stendur innandyra í Árbæjarsafni.




Monday, June 11, 2012

Fossvogur.

Fossvogur er um tveggja kílómetra langur vogur sem gengur til austurs inn úr Skerjafirði. Norðan megin við voginn eru Nauthólsvík og Öskjuhlíð í Reykjavík, en sunnan megin er norðurströnd Kársness í Kópavogi. Fossvogsdalur gengur inn frá voginum. Um Fossvogsdalinn rennur lækur og fellur hann í litlum flúðafossi niður í sjó og af honum dregur vogurinn nafn sitt. Við Fossvog eru merkileg jarðlög, svokölluð Fossvogslög, með skeljum og fleiri dýraleifum frá ísaldarlokum.


Við Fossvog eru merkileg jarðlög, svokölluð Fossvogslög, með skeljum og fleiri dýraleifum frá ísaldarlokum.






Við Fossvog eru merkileg jarðlög, svokölluð Fossvogslög, með skeljum og fleiri dýraleifum frá ísaldarlokum.
Flug frá Færeyjum tilbúin til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. 

Monday, April 16, 2012



Í leiðinni ætla ég að koma við í Kópavogs-tröppunum góðu , en er " í raun " ;) að fara  út að versla í matinn ;) ,  Þessi þrumu æfing tekur einungis 8-15 mín. svo enginn saknar mín.

Tröppurnar í kópavogi gott að parkera bílnum við skátaheimilið.

komin upp tröppurnar sem eru 206 talsins.

Geng svo framhjá Digranesskóla

Hér niður í átt að Hlíðarhjalla

Geng síðan til hægri niður Hlíðarhjalla

Hlíðarhjalli , hér er gott að skokka niður eða bara ganga

Geng svo niður í Seldal , þarna má sjá í skátaheimilið...

Seldalur
Þá er komið að því að fara að versla. ;) 


Þetta tók bara 8 mín , þar sem ég skokkaði niður Hlíðarhjalla og Seldal. ;) 


Sunday, April 15, 2012

Leiðin liggur meðfram Elliðaárvatni. 

Lítið sumarhús/vetrarhús , hægt er að sitja úti á svölum og 
veiða á stöng....

Pallur , arin og svalir. :)  ....Lítið sumarhús/vetrarhús fyrir einn....


Kyrrð og ró yfir ..

Meiri kyrrð og ró .


Svolítið draumkennt..:)


     Það er ekki greið leið að ganga meðfram Elleðaárvatni, einkalóðir eru allveg að vatni sumstaðar og þarf að ganga stundum ofar eða fara yfir girðingar , það væri nú gamann ef Kópavogsbær nundi nú gera greiðfæra gönguleið meðfram vatninu .
      Eða eins og almennaréttur segir : Fólk  þarf að komast út í náttúruna til að njóta hennar á ýmsa vegu. Þess vegna skiptir miklu að náttúran sé öllum opin og réttur þess til að fara um land og haf sé viðurkenndur. Sá réttur er kallaður almannaréttur og er ákveðinn með lögum frá Alþingi. Það er almannaréttur á Íslandi að ganga meðfram vatni og sjó. Þess vegna mega landeigendur ekki girða land sitt niður á strendur eða árbakka þannig að hindruð sé för gangandi fólks meðfram hafi, ám og vötnum. Fólk á líka rétt á að fara um allt óræktað og ógirt land.
:) 













Leiðin liggur til Gólfvallar á Hellu (Rangeyinga) sem er strandvöllur , Það sem einkennir hann eru sandhólar og fallegt útsýni.

Hum ! :) ...maðurinn leggur af stað í gólf....

Ganganna aftur á móti fer í göngutúr og kannar svæðið ...Já sæll og blessaður !!:) 
                                    Manninum hennar ( ganganna )gengur vel í gólfi ...

 Rjúpan horfir hugfangin á  , eða hvað ? ....
                                          Nei sko! :)  hún var að passa upp á unga sína þeir voru
                                               feitir og pattaralegir :) Engar áhyggjur af okkur.

Leiðin heim yfir heiði , eftir góða útiveru í blíðskapa veðri miðað við Apríl, hiti um 6 gráður logn ( svona hér um bil ) skýjað og sól öðru hverju ....

Saturday, April 14, 2012

Leiðin liggur upp tröppurnar sem eru í Kópavogi, 206 að tölu. Best að taka 2-3 tröppur í einu..:) 




Og svo 2 tröppur á leiðinni niður og fara varlega.:= 






Góð æfing í boði Kópavogsbæjar .