Leiðin liggur um Laugardalinn og Grasagarðinn ekki bara vegna hreyfingu heldur líka til að njóta.
Á dögum sem þessum (28 júlí 2012) skartar
Laugardalurinn sínu fegursta og til fróðleiks þá má geta að
Sigurður Guðmundsson, listmálari kom
fram með þá hugmynd, að gera Laugardalinn að íþrótta- og útivistarsvæði
fyrir höfuðborgarbúa. Hann áleit dalinn mjög vel fallinn til skógræktar og
ræktunar skrautblóma og sá fyrir sér fólk í skemmtigöngum og hvíldarstaði í
fallegum rjóðrum. Hann var kjörinn í byggingarnefnd borgarinnar árið 1869.
Hugmyndir hans lágu í þagnargildi til ársins 1943, þegar borgarráð samþykkti að
hrinda þeim í framkvæmd. Mýrin í dalnum var ræst fram árið 1946.
Eiríkur Hjartarson, rafvirki, hafði byggt sér einbýlishús í dalnum árið
1929 og nefnt það Laugardalur, sem varð síðan nafnið á dalnum. Hann var ákafur
skógræktarmaður og gróðursetti fjölda trjáa vestan núverandi legu
grasagarðsins. Þar eru mörg hæstu trjáa borgarinnar nú. Borgin keypti lundinn
árið 1955 og miklu hefur verið aukið við hann síðan.
Móðir Jörð eftir Ásmund Sveinsson .
![]() |
| Bláklukka |
| Bláklukka Hvít. |
![]() |
| Vallhumall |
Blákolla/ Prunella
Vulgaris / Lamiaceae / Varablómaætt
.
|


No comments:
Post a Comment